Útikennsla hjá 7.-8. bekk

Nemendur hafa fylgst með breytingum á gróðrinum
Nemendur hafa fylgst með breytingum á gróðrinum

Nemendur í 7. – 8. b. hafa verið í útikennslu í náttúrufræði frá því í lok apríl og út maí. Þeir byrjuðu á því að afmarka reiti á skólalóðinni og hafa fylgst með breytingum á gróðrinum í mánuð. Vikulega fara nemendur út og taka myndir á ipad og skrá hjá sér breytingar. Þeir hafa meðal annars séð hvernig sinan hopar fyrir nýjum gróðri, brum myndast á trjám og vatn hefur sígið niður í jörðina. Smelltu hérna og þá getur þú skoðað sýnishorn af myndunum sem nemendur hafa tekið. 

Einnig hafa nemendur farið um skólalóðina og fylgst með fuglalífi, hlustað á fuglahljóð og greint fuglategundir. Meðal tegunda sem við höfum heyrt í og séð eru kría, máfur, ýmsar andartegundir, gæs, lóa, hrossagaukur, tjaldur, skógarþröstur og margar fleiri.

Í lok þessarar viku halda nemendur kynningar á verkefnum sínum; þeir verða með glærukynningar með myndum af reitunum, kynna skýrslu um breytingar sem hafa orðið á gróðrinum síðastliðinn mánuð og kynna heimildaverkefni um eina fuglategund sem þeir hafa fundið á skólalóðinni.

Á fuglavefnum http://www1.nams.is/fuglar/ eru allar helstu upplýsingar um íslenska fugla og skemmtilegir leikir.