Útivistardagur vorannar

Á skíðum skemmti ég mér.....
Á skíðum skemmti ég mér.....

Áætlað er að vera með útivistardag vorannar miðvikudaginn 17. apríl. Þessi dagur er skipulagður sem langur dagur. Nemendur mæta í skólann á venjulegum tíma og verða í skólanum fram að hádegi. Lagt verður af stað upp í Hlíðarfjall kl. 11.30 og verða nemendur í fjallinu fram að heimferð sem er kl. 15.30. Hægt er að velja um að fara á skíði / bretti / gönguskíði / snjóþotur / eða bara vera á tveimur jafnfljótum. Boðið verður uppá brettakennslu. Þeir nemendur sem ætla að vera eftir í fjallinu þurfa að koma með miða um það að heiman.

Foreldrar athugið: Þeir nemendur sem þurfa að leigja sér skíði eða bretti eiga sjálfir að greiða fyrir leiguna, en ekki lyftugjald í fjallið. Þeir nemendur sem eiga árskort í fjallið eru vinsamlegast beðnir um að koma með þau með sér. Nemendur eru nestaðir frá skólanum og eiga ekki að koma með sjoppupeninga.  

Fyrir þá sem þurfa að leigja skíði/bretti: Leigan á skíðum og brettum í Hlíðarfjalli er frá 2.150 kr — 3.700 kr. pr. mann. (fer eftir stærð og hvort þetta eru skíði eða bretti) Frekari upplýsingar um verð er hægt að fá á heimasíðu Hlíðarfjalls.  Síminn í Hlíðarfjalli er 462-2280. Einnig er hægt að leigja skíði og bretti hjá Vidda í Skíðaþjónustunni. Síminn þar er 462-1713. Leigan þar er 2000 kr. fyrir skíði og bretti. Ef þú ætlar að leigja skíði eða bretti hjá Vidda er best að ganga frá því deginum áður.

Ef veður verður leiðinlegt þennan dag og hætt verður við ferðina verður kennt samkvæmt stundatöflu og heimferð á venjulegum tíma.

Klukkan sjö um morguninn verður tilkynnt á heimasíðu skólans hvort farið verður í fjallið eða ekki.