Í gær var sendur tölvupóstur til foreldra með nokkrum viðmiðum dagsins. Þau eru:
- Þeir sem ætla að verða eftir í fjallinu þegar útivistardeginum lýkur geta gert það ef foreldrar hafa látið skólann vita áður en lagt er af stað í fjallið. Það þarf ekki að greiða sérstaklega fyrir framlenginguna því skíðapassinn dugar til kl. 19:00. Bara muna að skila honum inn í afgreiðslu Skíðastaða áður en farið er heim. Skólinn þarf nefnilega að greiða 1000 kr. fyrir hvern skíðapassa sem ekki skilar sér til baka.
- Nemendur 1.-4. bekkjar mega ekki fara upp í Strýtu (efstu lyftuna) á útivistardeginum. Nemendur í 5.-10. bekk mega aðeins fara í Strýtuna ef þeir eru vanir og hafa farið þangað áður einir og án foreldra.
- Þeir nemendur sem enduðu skíðaskólann í diskalyftunni í gær halda áfram að renna sér þar í dag; bæði í æfingabrekkunni og í Hólabrautinni.
Aðrar upplýsingar um útivistardaginn eru í
þessari frétt á heimasíðunni.