- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Í vali í haust hafa nokkrir drengir tekið að sér að smíða hjólabrettaramp fyrir skólann sem settur verður upp í námunni norðan við Laugaland. Eiríkur Helgason snjóbrettasnillingur frá Sílastöðum var okkur innan handar við hönnunina og hefur gefið okkur góð ráð. Rampurinn verður 3.80 metrar á breidd og um 5 - 6 metrar á lengd. Hann er settur saman úr fimm einingum. Verkið gengur vel og meðan veðrið helst gott heldur smíðin áfram. Vegna stærðar rampsins er ekki hægt að smíða hann inni.
Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru í valtíma í dag.