Vangamyndir í myndmennt hjá 5. og 6. bekk

Í þessari og síðustu viku unnu nemendur í 5. og 6. bekk skemmtilegar sjálfsmyndir í myndmennt. Við notuðum myndvarpa til að varpa vangasvip þeirra upp á vegg og teiknuðum eftir skugganum. Það tók stundum á þolinmæðina því nemendur þurftu að sitja alveg grafkyrrir á meðan vangasvipurinn var dreginn upp. Síðan máluðu nemendur sjálfsmyndina á krossviðarplötu með svartri málningu. Hér má sjá nokkur sýnishorn.