Veðurspáin 15. nóv - Möguleg áhrif á heimakstur

Góðan daginn,

English below

Á morgun er spáð norðanhvelli vegna norðvestan hvassviðris eða storms með snjókomu og lélegu skyggni. Ekkert ferðaveður verður eftir klukkan 15 samkvæmt Veðurstofunni. Þó svo að appelsínugul viðvörun taki ekki gildi fyrr en kl. 15 má gera ráð fyrir að flýta þurfi heimakstri vegna veðurs. Ákvörðun verður tekin í fyrramálið þegar ný veðurspá liggur fyrir en miklar líkur eru á að skólabílar fari heim um hálf tólf. Athygli er vakin á því að skólasvæði Þelamerkurskóla er víðfeðmt og geta skapast ólíkar veðuraðstæður á svæðinu. Það er því ávallt mat foreldra hvort veðuraðstæður séu þess eðlis að ekki sé talið æskilegt að senda barn í skólann. 

Due to bad weather forecast tomorrow it is likely that school buses will depart from school earlier than scheduled, probably around 11:30. Further information will be sent out tomorrow morning.

Bestu kveðjur úr skólanum okkar,

Starfsfólk Þelamerkurskóla.