Veisla hjá ÉG hópunum

Fimmtudaginn 12. september unnu nemendur í 9. og 10. bekk úr afurðum sínum, þ.e. berjum og sveppum sem þau tíndu og fiskum sem þau veiddu. Veislan var afar vegleg, nemendum var skipt upp í fjóra hópa. Hver hópur sá um að útbúa gómsæta rétti fyrir samnemendur sína. Í forrrétt var sushi og ofnbakaður gúrmei silungur. Í eftirrétt var bláberjabaka með ís og rjóma og bláberjamuffins. Í aðalrétt voru pizza og franskar úr mötuneytinu. Þetta var allt mjög vel heppnað, við áttum notalega stund saman og deilum hér myndum með lesendum skólasíðunnar okkar.