Vel gert!

Frá fyrstu smiðjunni þar sem eldað var utandyra
Frá fyrstu smiðjunni þar sem eldað var utandyra

Í sjöfréttum í kvöld mátti sjá vaskan hóp nemenda okkar tálga sér greinar, elda snúbrauð og grænmetissúpu úti í Mörk, útiskólasvæði skólans. Fréttakonan Þórgunnur Oddsdóttir ræddi við Önnu Rós kennara þeirra, Köru Hildi í Þrastarhóli, Auðunn Orra í Fornhaga II og Þorstein Viðar úr Syðra Brekkukoti.

Í lok fréttarinnar sungu nemendur fyrir landsmenn. Ef þú smellir hér getur þú skoðað fréttina á vef RÚV.