Vel heppnaður útivistardagur í Hlíðarfjalli

Veðrið lék við okkur í Hlíðarfjalli í dag og mátti sjá rjóð og brosandi andlit um allt. Dagurinn var einstaklega vel heppnaður og gekk allt eins og smurð vél. Nemendur okkar eiga hrós skilið fyrir jákvæðni, kraft og þor. Margir sigruðu sjálfa sig og brunuðu úr töfrateppinu í diskalyftuna en Ásdís skíðakennari var með okkur í dag og tókst að koma nánast öllum nemendum í diskalyftuna. Starfsfólk sá svo til þess að ekkert okkar væri svangt, við fengum ávexti, kex, grillaðar pylsur, safa og vatn. Stórkostlegur dagur í alla staði.

Takk fyrir daginn :-D

Hérna má sjá myndir frá útivistardeginum 19. mars 

Hérna eru myndir frá skíðaskólanum 11.,12. og 13. mars