- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Nemendur skólans hafa undanfarnar vikur verið að horfa á þættina um þá bræður Nonna og Manna. Vikuna 11. - 15. nóvember verður síðan þemavika um Nonna og Manna í skólanum sem endar á opnu húsi þar sem foreldrar/forráðamenn og aðrir velunnarar skólans geta komið og skoðað afrakstur þemavinnunnar.
Aðfari að þemavikunni er meðal annars vettvangsferð sem farin verður föstudaginn 1. nóvember. Dagskrá ferðarinnar er eftirfarandi:
Nemendur mæta í skólann á venjulegum tíma og byrja á því að fá sér morgunmat. Klukkan 8.40 verður síðan lagt af stað frá skólanum og ekið að Minjasafninu á Akureyri. Starfsmenn Minjasafnsins taka á móti okkur kl. 9.00. Stöðvarnar sem nemendur skoða eru þrjár og er miðað er við að hver stöð taki um 20-30 mínútur.
Stöðvarnar eru:
Nonnahús
Sýning inni á Minjasafninu
Útisvæðið og Minjasafnskirkjan
Klukkan 10.30 er síðan farið af stað út í Laufás og munum við borða nesti þar. Nemendur skoða Laufás í sínum hópum og hver hópur ætti að vera um 10-15 mín að skoða. Hinir hóparnir leika sér úti á meðan, skoða jafnvel Laufáskirkju og þá hluta bæjarins sem eru „úti“, skemmuna og smiðjuna.
Heimkoma að skóla um það bil sem hádegismatur hefst og heimferð verður á venjulegum föstudagstíma eða kl. 12.50.