- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Þriðjudaginn 12. mars er viðtalsdagur í skólanum. Þann dag hitta nemendur og foreldar umsjónarkennara. Viðtalið byggir á leiðsagnarmati sem fyrir viðtalið hefur verið unnið inni á Mentor vefnum. Leiðbeiningar um leiðsagnarmatið fara heim með nemendum í töskupósti. Þær er einnig hægt að nálgast með því að smella hér.
Miðvikudaginn 6. mars verða allir umsjónarkennarar búnir að opna fyrir matið foreldrum og nemendum. Því verður svo lokað á miðnætti 11. mars.
Viðtalsdaginn er venjulegur skóladagur þó umsjónarkennarar verði í viðtölum. Þeir kennarar sem ekki eru umsjónarkennarar sjá um kennsluna. Viðfangsefni dagsins verða þó ekki samkvæmt stundaskrá.
Tímasetningar viðtalanna berast heim í töskupósti með nemendum eftir 6. mars.