Vorhátíð ÞMS á Hjalteyri miðvikudaginn 1. júní.

Nemendur mæta í skólann kl. 8.20 og verða  hjá umsjónarkennara til kl. 8.45. Morgunmatur er frá  kl. 8.45 til 9.00 og lagt er af stað til Hjalteyrar kl. 9.10.                    

9.30 – 11.30 – Stöðvavinna. Nemendur velja þrjár stöðvar og eru fjörutíu mínútur á hverri stöð. Stöðvarnar eru á eftirfarandi tímum.

  • Kl. 9.30 – 10.10
  • Kl. 10.10 – 10.50
  • 10.50 – 11.30

Þær stöðvar sem í boði eru:

  • Fuglaskoðun kringum tjörnina. – Umsjón: Halla Björk og Íris Berglind.
  • Bátasmíði – Umsjón: Unnar og Hulda
  • Heimsókn til Gústavs Bollasonar listamanns. Umsjón: Anna Rósa og Berglind.
  • Heimsókn til Erlendar Bogasonar kafara. Umsjón: Jónína S og G.
  • Heimsókn í harðfiskverksmiðjuna / Rúnar Friðriksson . Umsjón: Anna Rós og Ingileif.
  • Leikur í fjörunni. Sandkastalar eða stangveiði. Umsjón: Gerður, Sigríður Guðm. og Þráinn. (einn af þessum kennurum þarf að vera á vakt á bryggjunni)

Kl. 11.30 – Foreldrum er sérstaklega boðið að koma kl. 11.30 og þá hefst boðhlaup sem Hilmar Trausti sér um. Í boðhlaupinu keppa foreldrar og kennarar á móti nemendum.

kl. 12.00  - Grill á tjaldstæðinu. Umsjón: Óli , Silla, Sigga og Gulla.

Heimferð frá Hjalteyri er kl. 13.00