- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Í tilefni af síðasta kennsludegi sem er föstudaginn 31. maí, ætlar starfsfólk skólans að vera með skipulagða dagskrá fyrir nemendur. Nemendur koma í skólann á venjulegum tíma og byrja á því að fara í morgunmat. Dagskráin hefst niðri í íþróttahúsi kl. 9:00. Við byrjum á því að fara í leiki í íþróttahúsinu og í sund eftir það. Síðan verða grillaðar pylsur í hádeginu. Eftir grillið fá nemendur frjálsa stund fram að heimferð sem er kl. 13.00. Foreldrar eru eindregið hvattir til þess að koma ef þeir hafa tök á því. Munið eftir að koma með sundföt.
Þelamerkurskóla verður slitið mánudaginn 3. júní n.k. í Hlíðarbæ og hefjast skólaslitin kl. 14:00. Nemendum verður þá afhentur vitnisburður vetrarins. Þeir nemendur sem eiga eftir að skila námsbókum og bókasafnsbókum eru beðnir um að koma með þær í skólann fyrir skólalok. Það er ekki skólaakstur á skólaslitin.