- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Hlaupið verður haldið á Skottinu og byrjar og endar við Tréstaði. Rútur keyra nemendum til og frá skóla. Fyrsta rútan fer frá skólanum kl. 9:30. Í henni verða þeir nemendur sem ætla að hlaupa 5 og 10. km. Rútan fer svo aftur í skólann og sækir þá sem hlaupa 2,5 km.
Á leiðinni verða kennarar á drykkjarstöðvum þegar nemendur hafa hlaupið 1,25 km., 2,5 km. og 5 km. Allir fá svo banana þegar þeir koma í mark.
Þegar komið er til baka úr hlaupinu verður hægt að fara í sturtu og heita pottinn í Jónasarlaug milli kl. 11 og 12. Kl. 12 er matur og milli kl. 12:30 og 13:00 er yndislestur með umsjónarkennurum í bekkjarstofum. Bókasafnið verður opið.
Eftir hádegið verður kennt samkvæmt stundaskrá.
Þeir sem vilja slást í hópinn með okkur geta kynnt sér minnisblað starfsmanna og stillt þátttöku sína eftir því. Allir eru velkomnir.