Fréttir

Allir lesa

Hinn mánaðarlegi læsisviðburður okkar í skólanum, Allir lesa, var í dag. Nemendur þekkja Allir lesa vel og kalla eftir því ef þeim finnst tíminn fram að næsta Allir lesa of lengi að líða. Nemendur dreifa sér um skólann með lesefni í hönd og á hverju svæði er fullorðinn lestrarfyrirmynd.
Lesa meira

Orð vikunnar

Í hverri viku er í skólanum unnið með Orð vikunnar. Orðin eru rýnd í bak og fyrir, nemendur finna skyld orð, pæla í merkingu orðsins, búta orðið niður í litlar einingar og leika sér með það á fjölbreyttan hátt. Markmiðið með orðarýni er að efla orðvitund nemenda, orðaforða þeirra og áhuga á tungumálinu. Afrakstur vinnunnar hangir svo á vegg í matsal skólans.
Lesa meira

Hönnun og smíði í 1. og 2. bekk

Í hönnun og smíði hjá 1. og 2. bekk fengu nemendur það verkefni að búa til pennastatíf úr lerki sem fellt var fyrir nokkrum árum i Mörkinni. Í innlögn kennara fengu nemendur m.a. kynningu á íslenskum trjátegundum eins og birki, lerki og greni. Öllum trjátegundum má skipta í tvo aðalflokka þ.e barrtré og lauftré. Lauftré fella laufin á haustin en barrtrén eru sígræn. Lauftré gefa af sér við sem kallaður er harðviður en viður barrtrjáa er kallaður mjúkviður. Einnig var nemendum sýndur þverskurður af tré og þeim sýnt hvernig finna má út aldur trjáa með því að telja árhringina í trénu. Að innlögn lokinni fengu nemendur viðarbútinn sinn sem þau byrjuðu á að pússa. Síðan hófst vinnan við það að mæla og merkja fyrir staðsetningu á holunum sem bora átti í spýtuna. Síðan fengu nemendur nagla sem þeir notuðu til þess að merkja holurnar betur. Svo voru holurnar boraðar í súluborvél. Að því loknu var viðarolía borinn á lerkibútinn. Verkefnið heppnaðist vel og nemendur unnu vel í tímanum. Tveir eldri nemendur voru okkur til aðstoðar og hjálpuðu þeim nemendum sem voru ragir við það að bora sjálfir.
Lesa meira

Viðtalsdagur föstudaginn 14. janúar

Eins og fram kemur í skóladagatali og Dagskrá Þelamerkurskóla fyrir janúar er foreldadagur í skólanum á morgun og nemendur mæta því ekki í skólann.
Lesa meira

Frestun á árshátíð ÞMS

Ákveðið hefur verið að fresta árshátíð skólans sem vera átti fimmtudaginn 4. febrúar vegna kór­ónu­veirunn­ar. Ákvörðunin er tek­in í varúðarskyni en stefnt er að því að halda árs­hátíðina fimmtudaginn 25. mars.
Lesa meira

GLEÐILEG JÓL

Þelamerkurskóli óskar nemendur, foreldrum, starfsfólki og samstarfsaðilum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári, með kæru þakklæti fyrir gott samstarf á árinu sem senn er á enda. Megi nýtt ár færa okkur öllum gleði, frið og takmarkalausa samveru.
Lesa meira

Litlu jólin - hátíðlegur og fallegur dagur

Litlu jólin eru haldin hátíðleg í Þelamerkurskóla ár hvert með fjölbreyttri dagskrá. Í Möðruvallarkirkju áttum við í dag notalega stund þar sem tónlist var í aðalhlutverki en barnakór skólans söng undurfallega auk þess sem hljóðfæraleikarar úr hópi nemenda léku listir sínar. Heima í skóla var sungið við jólatréð og nemendur héldu svo stofujól með kennurum sínum. Dagurinn endaði svo eins og hefð er fyrir, með hátíðarmat úr smiðju kokksins, kalkún og meðlæti og að sjálfsögðu ís í eftirmat. Yndislegur dagur með sérlega fallegum börnum.
Lesa meira

Vasaljósaútistöðvabíópoppdagurinn!

Fimmtudaginn 17. desember áttum við skemmtilegan dag með löngu nafni! Nemendur fóru á milli stöðva ýmist á útisvæðum eða í íþróttahúsi og þeir sem vildu fóru í sund og yljuðu sér innan um fallegu jólaljósin sem prýða sundlaugina okkar. Úti í Mörk voru það vasaljós, höfuðljós og glitstangir sem lýstu upp myrkrið og í eldstæðinu okkar logaði eldurinn sem hitaði upp vatnið í heita kakóið. Nemendur grilluðu sykurpúða og gæddu sér á piparkökum með kakóinu. Hangikjötið hennar Huldu hékk á sínum stað og stemmingin var einstök. Á skólalóðinni stjórnaði Ragna íþróttakennari jólaratleik þar sem nemendur leituðu vísbendinga og bjuggu til orð og í íþróttahúsinu spiluðu nemendur bandý og kubb undir dyggri stjórn Siggu og Guðrúnar. Eftir hádegismat var boðið upp á úrval af jólabíómyndum og að sjálfsögðu fengu allir popp frá yfirpoppurum skólans, Unnari og Óla. Notalegur og skemmtilegur dagur.
Lesa meira

Laufabrauð og kósýheit

Miðvikudaginn 16. desember var laufabrauðs- og smiðjudagur hjá okkur. Þann dag skáru allir nemendur út laufabrauð til að hafa á borðum með hátíðarmatnum á Litlu jólunum. Nemendur úr elsta hópnum aðstoðuðu Huldu yfirsteikingarmeistara við að steikja og pressa. Auk laufabrauðsskurðar fóru nemendur í leiki í íþróttahúsinu, spiluðu og bjuggu til jólaföndur. Ljúfur og góður dagur.
Lesa meira

Jólin koma

Tíminn flýgur á ljóshraða og það sem eftir lifir vikunnar eru jóladagarnir okkar með fjölbreyttu en þó svolítið hefðbundnu sniði. Hér að neðan er yfirlit yfir þessa daga og við hvetjum ykkur til að fara yfir skipulag þeirra með krökkunum, sér í lagi þeim sem finnst gott að vita vel fyrirfram hvað til stendur. Við gerum það að sjálfsögðu líka hér í skólanum. Miðvikudagur 16. desember. - Jólakósýdagur - laufabrauð og smiðjur Þennan dag verður ýmislegt í boði. Nemendur skera laufabrauð og fara síðan í allskonar skemmtilegar stöðvar eins og t.d spilastöð, föndurstöð og fl. Heimferð þennan dag er á „venjulegum tíma“ kl. 13.30. Fimmtudagur 17. desember. ´- Vasaljósaútistöðvabíópoppdagurinn - Þennan dag höfum við venjulega farið á skauta en það var ekki hægt að þessu sinni. Í þess stað verðum við hér í skólanum og reynum að vera eins mikið úti og við mögulega getum. Vonandi verður veðrið okkur hliðhollt. Mikilvægt að tryggja hlý og góð útiföt, og sundföt. Nemendur verða í útistöðvum frá kl. 9.00 - 11.00. Þessar stöðvar eru útivera í Mörkinni, nemendur fara ratleik, og síðan er bandý og kubb á skólalóðinni. Einnig geta nemendur farið í sund og mun sundlaugin opna kl. 10.15. Eftir hádegismat verður síðan jóla- poppbíó þar sem nemendur horfa á jólamynd og borða popp og drekka sódavatn með, ef þeir vilja. Heimferð er kl.13.30. Föstudagur 18. desember. - Litlu jólin. Spariföt Kl. 8.20 - 8.40 - Heimastofa, fara yfir dagskrá dagsins. Kl. 8.40 - 9.00 - Morgunmatur Kl. 9.10 - Brottför í jólastund með Oddi Bjarna á Möðruvöllum. Skólavinir sitja saman, bæði í skólabílum og í kirkjunni. Kl. 10.10 - Kósýstund og söngur hjá jólatrénu okkar. Kl. 10.40 -11.15 - Stofujól Kl. 11.15 - 11.45 - Hátíðarmatur við dekkað borð í matsal. Kl. 12.00 - Heimferð og nemendur komnir í jólafrí.
Lesa meira