Fréttir

GLEÐILEG JÓL

Starfsfólk Þelamerkurskóla óskar öllum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með hjartans þökk fyrir gott og gefandi samstarf á árinu sem senn er á enda.
Lesa meira

Plastþema - strandhreinsun hjá 7. og 8. bekk

Fimmtudaginn 18. nóvember fór 7. - 8. bekkur í Þelamerkurskóla með umsjónarkennurunum Höllu og Ólöfu í strandhreinsun. Jón Þór skólabílstjóri keyrði hópinn sem tók að sér að fara á Hjalteyri og tína rusl í fjörunni. Þetta er hluti af skólaverkefni sem 7. og 8. bekkur hefur verið að vinna að í nokkrar vikur og markmiðið er læra um plastnotkun, hvernig plast er ekki gott fyrir jörðina og hvernig við getum minnkað að nota plast. Í ferðinni skoðuðum við líka líf í sjónum og fjörunni og alls konar steina. Það var gaman að sjá hve lítið plast við fundum í fjörunni, það var miklu minna en við bjuggumst við. Við tókum með okkur kakó og kringlur í nesti og flestir klifruðu upp í vitann. Þegar við komum í skólann flokkuðum við ruslið og sumir bjuggu til listaverk.
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélagsins á morgun, þriðjudag 2. nóv. kl 20. Allir að mæta!

Kæru foreldrar Aðalfundur foreldrafélagsins verður að þessu sinni haldinn þriðjudagskvöldið 2.nóvember 2021 kl. 20:00 í Þelamerkurskóla Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf Skýrsla og framtíðarsýn stjórnar Þróun og stækkun skólans okkar á næstu árum. Kynning frá skólastjóra og umræður. Það væri virkilega gaman að sjá sem flesta á fundinum og hvetjum alla foreldra skólans til að mæta. Okkur vantar nýja foreldra í stjórn og hvetjum við sem hafa áhuga á að bjóða sig fram og taka þátt í því að hlúa að skólastarfinu að hafa samband við eitthvert okkar í stjórn. Hlökkum til að heyra frá ykkur og sjá ykkur. Stjórn foreldrafélags Þelamerkurskóla Inga Björk Svavarsdóttir - ingasva@gmail.com - 6592831 Hjalti Steinþórsson - hjalti.stein@gmail.com - 8680083 Kristbjörg María Bjarnadóttir - kristbjorgm@hotmail.com 8661271 Birna Tryggvadóttir - birnatryggvad@gmail.com - 6996116 Róbert Fanndal Jósavinsson litlidunhagi@internet.is - 8451268
Lesa meira

Frétt frá nemendum um ratleik í Kjarnaskógi

Þann 15. október 2021 fóru nemendur og kennarar Þelamerkurskóla í ratleik í Kjarnaskógi. Þetta er ratleikur þar sem fólk á að finna fullt af sögupersónum úr barnabókum, til dæmis Línu langsokk, Múmínstelpuna, Fíusól, Stóra skrímsli, Greppikló og fleiri. Sögupersónurnar er samtals um það bil 13. Áður en farið er í ratleikinn þarf að skanna QR kóða. Þegar búið er að skanna kóðann þá opnar síminn/spjaldtölvan vefsíðu þar sem finna má upplýsingar um sögupersónur og neðst í textanum eru vísbendingar um hvar næstu sögupersónu er að finna. Sögupersónurnar smíðuðu krakkar í 3.-4. bekk á sumarnámskeiði Amtsbókasafnsins og Minjasafnsins. Við hvetjum alla til að kíkja í Kjarnaskóg og taka þátt í skemmtilegum ratleik.
Lesa meira

Frá ljósmyndavali

Í ljósmyndavali nú í haust höfum við nemendurnir lagt okkur fram við að mynda náttúru og dýralíf Íslands með miklum dugnaði og samvinnu. Nú höfum við sett saman nokkrar af bestu myndunum okkar og prentað þær út fyrir alla til að sjá. Í valinu voru Valdemar Ásberg, (7. bekk) Lilja Lind, Juliane Liv (9. bekk) og Elísa (10 bekk.) Við vorum öll mjög dugleg í haust og vonumst til að öðrum lítist vel á ljósmyndirnar okkar. Kveðja, Ljósmyndavalið
Lesa meira

Nemendur 7.-8. bekk taka þátt í Alþingiskosningum á sinn hátt

Nemendur í 7. og 8. bekk hafa undanfarnar vikur verið að læra um Alþingi og lýðræði. Ákveðið var að taka þátt í svokölluðum krakkakosningum sem umboðsmaður barna og KrakkaRÚV standa fyrir. Nemendur hafa m.a. kynnt sér störf Alþingis og þau framboð sem eru til alþingiskosninganna nú á laugardaginn. Síðan var efnt til kjörfundar. Þar var kjörstjórn sem sá um að merkja við alla þá sem komu á kjörstað til að kjósa, afhenda þeim kjörseðla, útskýra reglur varðandi kosningarnar og beina þeim í kjörklefa. Kjörsókn var með besta móti eða tæp 95 %. Kjörstjórn sá síðan um að yfirfara atkvæðin og telja skiptingu þeirra. Allt gekk þetta ljómandi vel og nemendur skemmtu sér vel. Niðurstaða kosninganna verður send umboðsmanni barna sem tekur við öllum atkvæðum úr krakkakosningum sem fara fram í mörgum skólum á landinu. Í kosningasjónvarpi RÚV á laugardagskvöldið kemur verða niðurstöður úr krakkakosningum kynntar. Það verður spennandi að sjá hvernig atkvæði barna á Íslandi fara í þessum kosningum í samanburði við síðan niðurstöður sjálfra alþingiskosninganna.
Lesa meira

Veiðiferð 9. - 10. bekkjar

Nemendur 9. og 10. bekkjar skelltu sér í veiðiferð í Hörgá á þriðjudaginn sl. Veðrið var alls konar og höfðu fiskarnir lítinn áhuga á önglunum. Þrátt fyrir enga veiði skemmtu allir sér konunglega og þökkum við aðstoðarfólkinu okkar, Helga, Svönu og Guðmundi, kærlega fyrir veitta aðstoð við að græja stangir og peppa okkur áfram í veiðinni.
Lesa meira

Útiskóli; stafavinna úr greinum og könglum, kartöfluuppskera og berjatínsla

Nemendur stunda nám mikið til úti við á góðviðrisdögum. Á meðfylgjandi myndum má meðal annars sjá 1.-2. bekkinga í stafavinnu í Mörkinni. Sjálfbærnimenntun á sér meðal annars stað í matjurtargarðinum sem nemendur bjuggu til í miðjum heimsfaraldri og eins lengi og uppskeran endist, sækja nemendur kartöflur út í kartöflugarð þá daga sem boðið er upp á kartöflur með hádegismatnum. Á myndahlekkjunum hér fyrir neðan má sjá skógar- og berjatínsluferð hjá 5.-6. bekkingum.
Lesa meira

5.-6. bekkur fóru í sjóferð á Húna

Á miðvikudaginn var fóru 5.-6. bekkur í árlega sjóferð með Húna. Frábært framtak í boði Hollvinasamtaka Húna. Nemendur fræðast um bátinn sjálfan, lífríki sjávar, veiða fisk, skoða fiskinn í bak og fyrir að innan sem að utan og fá að smakka hann þegar búið er að grilla um borð. Auk þess fá krakkarnir góða siglingu í fallegu umhverfi. Allir skemmtu sér konunglega og komu margs vísari heim.
Lesa meira

Útivistardagur 7. sept.

Á þriðjudaginn var hinn árlegi haust-útivistardagur hjá okkur hér í Þelamerkurskóla. Nemendur 1.-4. bekkjar gengu upp að Hraunsvatni ásamt fjölda nemenda úr 5.-10. bekk sem völdu þá ferð. Eldri nemendurnir gátu jafnframt valið að fara í útreiðartúr, fjallgöngu og hjólaferð. Það var því fjölbreytt og skemmtileg útivist í boði þennan dag og allir stóðu krakkarnir sig frábærlega í sinni ferð. Í lok hverrar ferðar voru grillaðar pylsur sem runnu vel ofan í alla. Er komið var heim í skóla eftir hádegi, beið okkar leiksýning Lalla töframanns, á vegum verkefnisins List fyrir alla. Frábær dagur í alla staði þótt þokuslæðingur hefði alveg mátt halda sig annars staðar en í Hörgársveit þennan dag.
Lesa meira