Fréttir

Starf skólaliða laust til umsóknar

Þelamerkurskóli óskar eftir barngóðri og metnaðarfullri manneskju í 80-100% starf skólaliða. Skólaliði hefur umsjón með og styður við nemendur í matsal, frímínútum, á göngum, skólalóð og frítímum auk þess sem hann sér um að halda skólahúsnæðinu hreinu. Í Þelamerkurskóla eru 76 nemendur og fer skólinn hratt stækkandi á næstu árum. Skólinn er heilsueflandi skóli og Grænfána skóli. Jafnframt leggur skólinn áherslu á útinám og fjölbreytileika í skólastarfi, nokkuð sem krefst sveigjanleika og þátttöku alls starfsfólks.
Lesa meira

Rithöfundaheimsókn

Í dag fengum við góða heimsókn í skólann þegar þau Arndís Þórarinsdóttir og Ævar Þór Benediktsson rithöfundar komu á vegum Skáld í skólum með stórskemmtilega bókmenntaumræðu fyrir nemendur í 3. - 10. bekk. Nemendur hlustuðu af athygli á fróðleik og vangaveltur um alls konar bækur, lestur og hvernig hugmyndir safnast saman og verða að bók. Rithöfundarnir söfnuðu auk þess upplýsingum frá nemendum um hvernig bækur eiga að vera til að krakkar vilji lesa þær. Krakkarnir voru að venju ötul við að tjá sig, spyrja spurninga og hafa skoðanir á gæðum barnabókmennta, enda flottur hópur lestrarhesta.
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélagsins fimmtudaginn 10. nóv. kl. 19.00. Súpa og fræðsluerindi um börn og samfélagsmiðla.

Kæru foreldrar/forráðamenn Við ætlum að gera aðra tilraun til að halda aðalfund foreldrafélags Þelamerkurskóla fimmtudaginn 10. nóvember kl. 19. Boðið verður upp á súpu og brauð í stofu 4, venjuleg aðalfundarstörf og endum á fræðsluerindi frá Skúla B. Geirdal verkefnastjóra fjölmiðlanefndar. Erindið fjallar um : Hvað gera börn og ungmenni á samfélagsmiðlum? Í fyrirlestrinum er farið yfir helstu niðurstöður úr víðtækri rannsókn á stafrænu umhverfi barna á Íslandi sem nefnist "Börn og netmiðlar." Helstu efnistök: Vinsælustu samfélagsmiðlarnir, aldurstakmörk og ástæður fyrir þeim, tækjaeign, nethegðun, deiling nektarmynda, klám, öryggi á netinu og tölvuleikir. Við hvetjum alla foreldra að mæta og missa ekki af þessu mikilvæga erindi og taka þátt í starfi félagsins.
Lesa meira

Þrír nemendur á Ungmennaþingi SSNE 2022

Ungmennaþing SSNE fór fram á Dalvík dagana 13.-14 október síðastliðinn. Þingið var að þessu sinni haldið í menningarhúsinu Berg á Dalvík og var þar samankomin hópur ungmenna úr sveitarfélögum landshlutans, ásamt starfsmönnum sveitarfélaga. Lilja Lind Torfadóttir, Valgerður Telma Einarsdóttir og Arnsteinn Ýmir Hjaltason tók þátt fyrir hönd Hörgársveitar. Þetta er í þriðja sinn sem Ungmennaþing er haldið í landshlutanum en verkefnið er eitt af áhersluverkefnum SSNE árið 2022.
Lesa meira

Bleiki dagurinn í boði nemendaráðs

Nemendaráð skólans boðar til bleika dagsins nk. föstudag til að ljá baráttu við brjóstakrabbamein lið.
Lesa meira

Starf skólaliða laust til umsóknar

Skólaliði Þelamerkurskóli óskar eftir barngóðri og metnaðarfullri manneskju í 100% starf skólaliða. Skólaliði hefur umsjón með og styður við nemendur í matsal, frímínútum, á göngum, skólalóð og frítímum auk þess sem hann sér um að halda skólahúsnæðinu hreinu. Í Þelamerkurskóla eru 76 nemendur og fer skólinn hratt stækkandi á næstu árum. Skólinn er heilsueflandi skóli og Grænfána skóli. Jafnframt leggur skólinn áherslu á útinám og fjölbreytileika í skólastarfi, nokkuð sem krefst sveigjanleika alls starfsfólks.
Lesa meira

Frétt frá nemendum um veiðiferð 9.-10. bekkinga

Við nemendurnir úr 9. og 10. bekk fórum í geggjaða veiðiferð á svæði 1 í Hörgánni fimmtudaginn 8. september. Það gekk miklu betur þetta árið heldur en það síðastliðna og alls veiddust 5 fiskar. Við vorum rosalega ánægð með veðrið og aðstoðina sem við fengum. Helgi á Bægisá og Guðmundur Víkingsson komu og aðstoðuðu okkur við að græja stangir og öngla, leiðbeina okkur með að kasta út í og sýndu þeir okkur hvar allur fjársjóðurinn var. Við erum þakklát fyrir starfsfólk skólans að gera okkur kleift á að fara í veiðiferðina.
Lesa meira

Frétt frá nemendum um skólahlaupið okkar

Þann 20. september hlupu nemendur og starfsmenn skólans okkar árlega skólahlaup. Það var hlaupið frá Hlíðarbæ og hægt var að enda á Tréstöðum. Það var hægt að velja um að hlaupa 2.5, 5, 7.5 eða 10 kílómetra og það voru drykkjar- og ávaxtastöðvar á kílómetra mótunum. Það var fínasta veður og það var um það bil 11 stiga hiti og gekk vel að hlaupa.
Lesa meira

Fræðslukvöld fyrir foreldra

Miðvikudagskvöldið 28. sept. nk. kl 20.00 verður boðið upp á fræðslukvöld í skólanum þar sem fjallað verður um hinseginleikann.
Lesa meira

Aðalfundi foreldrafélagsins í kvöld frestað

Áður auglýstum aðalfundi foreldrafélags Þelamerkurskóla sem og fræðsluerindi um netöryggi, sem vera átti í kvöld, er frestað af óviðráðanlegum orsökum. Nýr fundur auglýstur síðar. Með kveðju, Stjórnin
Lesa meira