Fréttir

Ófærð og versnandi veður - skólahald fellur niður í dag

Því miður fellur skólahald í Þelamerkurskóla niður í dag vegna slæmrar færðar og versnandi veðurs. Samkvæmt veðurspá mun auka verulega í snjókomu og vind nú er líða fer á morguninn og því betur heima setið en af stað farið.
Lesa meira

Smíðavöllur - Það er gaman að smíða skip

Fyrir nokkru síðan var settur á fót smíðavöllur fyrir yngri nemendur skólans. Ákveðið var að byrja á því að vera með eitt samvinnuverkefni sem allir tæku þátt í og var ákveðið að smíða skip.
Lesa meira

Gerum gott betra - þróunarverkefni og málþing

Undanfarið ár hefur Þelamerkurskóli ásamt Dalvíkur- og Naustaskóla unnið að þróunarverkefni sem kallast Gerum gott betra. Meginmarkmið verkefnisins er að bæta þjónustu við nemendur sem þurfa mikla námsaðlögun. 9. október nk. verður haldið málþing í Hofi þar sem þátttakendur miðla og ræða um reynslu og lærdóm af verkefninu. Í fréttinni er að finna auglýsingu um málþingið.
Lesa meira

Hreyfivika: Allir dansa - myndband

Í síðustu viku var sérstök hreyfivika í skólanum sem fól það í sér að á hverjum degi var brostið í dans í öllum kennslustofum undir handleiðslu Just dance myndbanda. Í dag söfnuðust allir nemendur og starfsfólk svo saman í íþróttahúsinu og dönsuðu eins og fagmenn, stórir sem smáir. Við hvetjum alla til að horfa til enda því það koma mögnuð atriði undir lokin!
Lesa meira

Hönnun og tækni

Í vetur var ákveðið að bjóða upp á Hönnun og tækni sem valgrein fyrir nemendur í 7.-10. bekk og erum við samhliða því að byggja upp hönnunar og tæknistofu sem smátt og smátt er að verða vel tækjum búin. Í vali í dag voru nemendur að setja saman Róbox vélmenni sem kenna krökkum forritun, rafmagnsfræði, tækni og vísindi á skemmtilegan og skapandi hátt.
Lesa meira

Fréttir frá nemendum

Nemendur á unglingastigi eru að vinna með fréttir þessa dagana og næstu vikurnar munu þeir skrifa fréttir til að setja á heimasíðuna okkar. Smellið á fréttina til að sjá þá fyrstu, sem er frá þeim Auði og Margréti í 9. bekk
Lesa meira

Veiðiferð í Hörgá

Nemendur í 8.-10. bekk áttu magnaðan dag við Hörgá sl. fimmtudag þar sem þeir ásamt sérlegum aðstoðarmönnum renndu fyrir fisk. Reyndar náðust ekki margir á land, en útivistin var vel þess virði, rjómablíða og huggulegheit. Smellið á fréttina til að sjá myndir.
Lesa meira

Útivistardagur á morgun, miðvikudaginn

Við minnum alla á að koma klædda eftir veðri til að þeir njóti útivistarinnar sem best. Hjól þurfa að vera í góðu standi og allir passa uppá að búa sig eins og hæfir þeirri ferð sem þeir fara í. Nestisboxin þurfa að vera rúmgóð til að geta hýst allt góða nestið sem er í boði, vatnsbrúsi er nauðsynlegur og síðast en ekki síst getur góða skapið og brosið gert góðan dag enn betri.
Lesa meira

Skólasetning 22. ágúst kl. 14

Þelamerkurskóli verður settur á útiskólasvæðinu okkar í Mörkinni fimmtudaginn 22. ágúst kl. 14. Skólaakstur. Að lokinni setningu fara nemendur inn í skóla með umsjónarkennurum sínum. Við hlökkum til að sjá ykkur öll!
Lesa meira