Fréttir

Þemavika - samstarf Þelamerkurskóla, Grenivíkurskóla, Hrafnagilsskóla og Tónlistarskóla Eyjafjarðar 13.-16. nóv.

Í tilefni af 30 ára afmæli Tónlistarskóla Eyjafjarðar ætla ofangreindir skólar að vinna saman að því að kortleggja og læra um hernámsárin. Þemavinnan endar með stórkostlegri hátíðardagskrá í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla á Degi íslenskrar tungu, föstudaginn 16. nóvember nk. Foreldrar og forráðamenn sem og sveitungar allir eru velkomnir á lokahátíðina á föstudaginn. Dagskráin hefst í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla kl 13 og stendur til kl 15. Á kaffihúsi nemenda verður hægt að kaupa kaffi og kruðerí meðan hlýtt er á tónlistaratriði frá nemendum.
Lesa meira

Pizzubingókvöld í ÞMS föstudagskvöldið 9. nóv.

Ferðasjóður 9. og 10. bekkjar verður með pizzubingókvöld í Þelamerkurskóla föstudagskvöldið 9. nóvember.
Lesa meira

Daglegt líf í Þelamerkurskóla - myndir

Allir dagar eru einstakir hér í skólanum hjá okkur og fjölbreytni í starfi er mikil. Nemendur læra á margvíslegan hátt og fara ólíkar leiðir til að nálgast námsmarkmiðin. Á rölti um skólann í dag mátti sjá nemendur við pappamassavinnu, myndbandsupptökur, forritun, stærðfræðivinnu, íslenskuvinnu, samfélags- og náttúrufræðivinnu, málningarvinnu, samræður og samvinnu. Allir nemendur unnu af kappi í sínum verkefnum með góðri handleiðslu frá starfsfólki skólans. Með því að afrita þessa slóð og setja hana í vafra, má sjá myndir frá deginum í dag https://photos.app.goo.gl/kpUh5Ye3kHxUtPsZ7
Lesa meira

Haustfrí og viðtalsdagur

Tíminn flýgur hratt og nú eru nemendur komnir í haustfrí. Þeir fá gott skólafrí þar sem við taka starfsdagur og viðtalsdagar eftir helgi. Spjall foreldra og nemenda við umsjónarkennara fara fram ýmist á mánudag eða þriðjudag og við hvetjum foreldra og börn til að eiga samtal heima um það sem þeir vilja ræða í skólanum.
Lesa meira

Sláturgerð á miðstigi

Það var hamagangur í öskjunni þegar miðstigið okkar tók slátur fyrr í vikunni. Sláturgerðin er árlegt verkefni hjá miðstiginu og krakkarnir sýndu dugnað í verki undir styrkri handleiðslu umsjónarkennara. Það var bæði hrært í lifrarpylsu og blóðmör og við hlökkum til að gæða okkur á afrakstrinum.
Lesa meira

Líf og fjör í skólanum

Í dag fer fram hinn árlegi íþróttadagur samskólanna fyrir miðstig og er því skólasvæði Þelamerkurskóla iðandi af lífi þar sem gestir frá Grenivíkurskóla, Valsárskóla og Stórutjarnarskóla njóta þess að eiga dag með jafnöldrum frá Þelamerkurskóla. Birna íþróttakennari er búin að skipuleggja fjölbreytta og skemmtilega hreyfidagskrá þar sem m.a. má finna litabolta, ratleik í skóginum, fótbolta og sundferð. Fyrsta snjókoma skólaársins stoppar engan og það er ánægjulegt að nemendur skuli á þennan hátt hafa tækifæri til að kynnast jafnöldrum úr öðrum skólum.
Lesa meira

Íþróttadagur fyrir miðstig úr samskólunum fjórum

Á mánudaginn kemur fáum við góða gesti úr Valsárskóla, Grenivíkurskóla og Stjórutjarnarskóla, en þann dag verður hinn árlegi íþróttadagur miðstigs úr samskólunum fjórum. Birna íþróttakennari er búin að skipuleggja fjölbreytta og skemmtilega dagskrá sem inniheldur m.a. litabolta, fótbolta og ratleik í skóginum og dagurinn endar svo á sundferð í Jónasarlaug. Við minnum alla á að koma með íþróttaföt (buxur, bol og íþróttaskór), útiföt eftir veðri, sundföt og handklæði.
Lesa meira

Foreldrafundir og spjall á yngsta stigi

Næstu tvö mánudagskvöld verða haldnir samráðs og fræðslufundir fyrir foreldra á yngsta stigi skólans. Í kvöld hittast foreldrar 1. bekkinga ásamt kennurum og stjórnendum þar sem fjallað verður um hvernig heimili og skóli geta hjálpast að við að gera upphaf grunnskólagöngunnar sem farsælast. Mánudaginn 24. sept. munu foreldrar í 1. - 4. bekk hittast með kennurum og stjórnendum og stilla saman strengi varðandi utanumhald um nemendur þar sem meðal annars verður lögð áhersla á læsisnám barnanna.
Lesa meira

Ólympíuhlaup ÍSÍ - Norræna skólahlaupið

Ef veður leyfir verður hlaupið haldið á Skottinu og byrjar við Hliðarbæ. Rútur keyra nemendur til og frá skóla. Fyrsta rútan fer frá skólanum kl. 9:30. Í henni verða þeir nemendur sem ætla að hlaupa 10. km. Rútan fer svo aftur í skólann og sækir þá sem hlaupa 2,5 km og 5.0 km.
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélagsins þriðjudaginn 4. sept. kl. 20.

Aðalfundur foreldrafélags Þelamerkurskóla verður haldinn í Þelamerkurskóla þriðjudaginn 4. sept. nk. kl. 20:00. Smellið á fyrirsögn til að sjá dagskrá fundarins.
Lesa meira