31.05.2019
Þelamerkurskóla var slitið miðvikudaginn 29. maí í Hlíðarbæ. Þá fengu nemendur vitnisburði vetrarins, 12 nemendur 10. bekkjar voru brautskráðir og 2 nemendur 1. bekkjar voru boðnir velkomnir í skólann.
Lesa meira
31.05.2019
Eins og hefð er fyrir í ÞMS halda nemendur, foreldrar og starfsmenn skólans vorhátíð síðasta skóladag. Þá skemmta menn sér saman í íþróttahúsinu, í sundlauginni og á skólalóðinni
Lesa meira
24.05.2019
Þriðjudaginn 28. maí er umhverfisdagur í skólanum. Þá var nemendum skipt í hópa og þeir fara á milli stöðva til að vinna mismunandi verkefni.
Lesa meira
24.05.2019
Mánudaginn 27. maí eru hinir árlegu Þelamerkurleikar. Þá keppa nemendur sín á milli bæði í óhefðbundnum og hefðbundnum íþróttagreinum eins og tröppuhlaupi, stinger, sterkasta stelpan og sterkasti strákurinn, boltakasti, langhlaupi, spretthlaupi og stígvélakasti.
Lesa meira
24.05.2019
Í tilefni af síðasta kennsludegi sem er miðvikudaginn 29. maí, ætlar starfsfólk skólans að vera með skipulagða dagskrá fyrir nemendur.
Lesa meira
17.05.2019
Kennarar tónlistarskóla Eyjafjarðar kíktu í heimsókn til nemenda skólans í dag.
Lesa meira
16.05.2019
Fimmtudaginn 9. maí bauð 9. bekkur til skemmtunar og matarveislu í skólanum - myndir
Lesa meira
05.05.2019
Nemendur Þelamerkurskóla fjölmenntu með foreldrum sínum í 1. maí hlaupið sem haldið var á Þórsvellinum á Akureyri sl. miðvikudag. Það var yndislegt að sjá þessa duglegu krakka og foreldra þeirra hlaupa sem vindurinn og uppskera bæði verðlaun í einstaklingsflokkum og svo sjálfu skólaverðlaunin, en þau eru veitt þeim skóla sem er með hlutfallslega flesta þátttakendur. Til hamingju krakkar og foreldrar! Smelltu á fréttina til að sjá myndir.
Lesa meira
26.04.2019
Í útiskóla hjá 1.-4. bekk sl. miðvikudag var farið í fallegu sundlaugina okkar hér í Þelamörk. Nemendum var skipt upp í þrjá hópa sem fóru á milli jafn margra stöðva. Í rennibrautarlauginni voru nemendur í floti undir handleiðslu Guðrúnar og Önnu Þóru, í busllauginni var yndislestur og spil undir handleiðslu Önnu Rósar og í sundlauginni var spilaður handbolti með Rögnu. Smellið á fréttina til að sjá myndir.
Lesa meira
12.04.2019
Gunnar Helgason rithöfundur kom í heimsókn og las upp úr nýjustu bók sinni Barist í Barcelona fyrir nemendur skólans.
Lesa meira