05.04.2019
Í marsmánuði fóru yngri nemendur skólans í skíðaskóla í Hlíðarfjalli þar sem kennarar komu sumum frá því að hafa aldrei stigið á skíði yfir í að renna sér óhikað í stærri brekkum og styrktu aðra í að verða enn öruggari til að geta farið yfir í stærri lyftur og enn brattari brekkur. Skíðaskólinn er frábært framtak sem gerir það að verkum að á útivistardegi skólans er góð mæting hjá nemendum og allir nemendur eru sjálfbjarga í lyftum og brekkum.
Lesa meira
27.03.2019
Veðrið hefur nú ítrekað sett strik í reikninginn hvað útivistardag varðar en næsta tilraun til að fara í Hlíðarfjall verður gerð þriðjudaginn 2. apríl.
Lesa meira
25.03.2019
Fimmtudaginn 21. mars var Stóra upplestrarkeppnin haldin í Menntaskólanum á Akureyri. Fulltrúar Þelamerkurskóla voru þau Elín Bára Wilkinson Jónsdóttir frá Ytri-Bakka og Jónatan Smári Guðmundsson frá Auðbrekku nemendur í 7. bekk. Þau stóðu sig mjög vel og við erum virkilega stolt af þeim.
Lesa meira
20.03.2019
Í dag var dregið í síðasta lestrarátaki Ævars vísindamanns og var Þelamerkurskóli einn þriggja skóla sem las hlutfallslega flestar bækur, en þeir útreikningar fóru fram fyrir hvert stig fyrir sig, yngsta-, mið- og unglingastig. Þelamerkurskóli mun því koma við sögu í síðustu bók Ævars um Bernskubrek Ævars vísindamanns. Frábær frammistaða hjá okkar krökkum!
Lesa meira
19.03.2019
Lokað hefur verið í Hlíðarfjalli sl. tvo daga og hefur skíðaskóli 1.-4. bekkinga því fallið niður. Veðurútlit í fjallinu er ekki gott á morgun þegar við ætluðum öll saman í fjallið og því hefur verið ákveðið að færa seinni tvo daga skíðaskólans sem og útivistardaginn yfir í næstu viku. Á mánudag og þriðjudag, 25. og 26. mars, verður skíðaskóli fyrir 1.-4. bekk og á miðvikudaginn 27. mars verður útivistardagurinn okkar þar sem við förum öll saman í fjallið.
Lesa meira
01.03.2019
Eins og hefð er fyrir verður öskudagsgleði Þelamerkurskóla á sprengidaginn sem er þriðjudaginn 5. mars nk.
Lesa meira
28.02.2019
Stóra upplestrarhátíðin var í skólanum í gær. En undirbúningur fyrir hana hefst að öllu jöfnu á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Það eru nemendur 7. bekkjar sem taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni og úr bekknum eru valdir tveir fulltrúar skólans til að lesa fyrir hans hönd á lokahátíð keppninnar.
Lesa meira
26.02.2019
Vegna hvassviðris og appelsínugulrar viðvörunar er fólk beðið um að vera ekki á ferðinni í dag og veður á eftir að versna hratt á næstu klukkustundum. Af þeim sökum fellur skólahald niður í dag.
Lesa meira
13.02.2019
Hrafn Jökulsson skákmeistari kom í heimsókn til okkar í dag. Hrafn sagði okkur frá starfi Hróksins í Grænlandi og sýndi okkur myndir þaðan. Síðan tefldi hann fjöltefli við nemendur skólans. Þetta var bæði fróðleg og skemmtileg heimsókn.
Lesa meira
08.02.2019
Á þriðjudaginn kemur fáum við til okkar forvarnafræðslu Magga Stef. Nemendur í 8.-10. bekk fá fræðslu á skólatíma en klukkan 20 á þriðjudagskvöld eru allir foreldrar boðaðir sérstaklega á fræðslu hér í skólanum. Viðburðurinn er samvinnuverkefni foreldrafélagsins og skólans.
Lesa meira