18.10.2018
Tíminn flýgur hratt og nú eru nemendur komnir í haustfrí. Þeir fá gott skólafrí þar sem við taka starfsdagur og viðtalsdagar eftir helgi. Spjall foreldra og nemenda við umsjónarkennara fara fram ýmist á mánudag eða þriðjudag og við hvetjum foreldra og börn til að eiga samtal heima um það sem þeir vilja ræða í skólanum.
Lesa meira
18.10.2018
Það var hamagangur í öskjunni þegar miðstigið okkar tók slátur fyrr í vikunni. Sláturgerðin er árlegt verkefni hjá miðstiginu og krakkarnir sýndu dugnað í verki undir styrkri handleiðslu umsjónarkennara. Það var bæði hrært í lifrarpylsu og blóðmör og við hlökkum til að gæða okkur á afrakstrinum.
Lesa meira
01.10.2018
Í dag fer fram hinn árlegi íþróttadagur samskólanna fyrir miðstig og er því skólasvæði Þelamerkurskóla iðandi af lífi þar sem gestir frá Grenivíkurskóla, Valsárskóla og Stórutjarnarskóla njóta þess að eiga dag með jafnöldrum frá Þelamerkurskóla. Birna íþróttakennari er búin að skipuleggja fjölbreytta og skemmtilega hreyfidagskrá þar sem m.a. má finna litabolta, ratleik í skóginum, fótbolta og sundferð. Fyrsta snjókoma skólaársins stoppar engan og það er ánægjulegt að nemendur skuli á þennan hátt hafa tækifæri til að kynnast jafnöldrum úr öðrum skólum.
Lesa meira
28.09.2018
Á mánudaginn kemur fáum við góða gesti úr Valsárskóla, Grenivíkurskóla og Stjórutjarnarskóla, en þann dag verður hinn árlegi íþróttadagur miðstigs úr samskólunum fjórum. Birna íþróttakennari er búin að skipuleggja fjölbreytta og skemmtilega dagskrá sem inniheldur m.a. litabolta, fótbolta og ratleik í skóginum og dagurinn endar svo á sundferð í Jónasarlaug.
Við minnum alla á að koma með íþróttaföt (buxur, bol og íþróttaskór), útiföt eftir veðri, sundföt og handklæði.
Lesa meira
17.09.2018
Næstu tvö mánudagskvöld verða haldnir samráðs og fræðslufundir fyrir foreldra á yngsta stigi skólans. Í kvöld hittast foreldrar 1. bekkinga ásamt kennurum og stjórnendum þar sem fjallað verður um hvernig heimili og skóli geta hjálpast að við að gera upphaf grunnskólagöngunnar sem farsælast.
Mánudaginn 24. sept. munu foreldrar í 1. - 4. bekk hittast með kennurum og stjórnendum og stilla saman strengi varðandi utanumhald um nemendur þar sem meðal annars verður lögð áhersla á læsisnám barnanna.
Lesa meira
13.09.2018
Ef veður leyfir verður hlaupið haldið á Skottinu og byrjar við Hliðarbæ. Rútur keyra nemendur til og frá skóla. Fyrsta rútan fer frá skólanum kl. 9:30. Í henni verða þeir nemendur sem ætla að hlaupa 10. km. Rútan fer svo aftur í skólann og sækir þá sem hlaupa 2,5 km og 5.0 km.
Lesa meira
30.08.2018
Aðalfundur foreldrafélags Þelamerkurskóla verður haldinn í Þelamerkurskóla þriðjudaginn 4. sept. nk. kl. 20:00. Smellið á fyrirsögn til að sjá dagskrá fundarins.
Lesa meira
30.08.2018
Útivistardagurinn sl. mánudag heppnaðist gríðarlega vel. Veðrið var mjög gott og allir mættu jákvæðir og tilbúnir í slaginn. Flestir nemendur 5.-10. bekkjar hjóluðu með kennarahópi frá Melum og inn að Myrkárbakka þar sem menn grilluðu pylsur og slökuðu á. 16 hraustir krakkar gengu með kennurum upp á Selhnjúk og nutu útsýnis um fagrar sveitir. Ferð sem var krefjandi en skemmtileg og það voru stoltir gönguhrólfar sem komu heim úr þeirri ferð síðla dags. Einn hópur gekk upp Krossastaðagil og yngstu börnin gengu upp í skóginn og fjallið fyrir ofan skólann með sínum kennurum. Þegar heim var komið fóru svo allir saman í sund og nutu samverunnar þar. Takk fyrir frábæran dag!
Lesa meira
15.08.2018
Eins og áður hefur komið fram verður skólinn settur úti í Mörk, miðvikudaginn 22. ágúst kl. 16:00. Eftir stutta samveru þar fara nemendur með umsjónarkennara í heimastofur námshópanna.
Fimmtudaginn 23. ágúst hefst kennsla samkvæmt stundaskrá.
Mánudaginn 27. ágúst er göngudagur skólans. Þá halda nemendur og starfsmenn í fjórar mismunandi gönguferðir sem hæfa aldri og þroska nemenda.
Lesa meira
21.07.2018
Í dag heimsóttu starfsmenn Tölvuteks skólann. Það voru þeir Halldór Hrafn Jónsson framkvæmdastjóri sölusviðs, Egill Örvar Hrólfsson framkvæmdastjóri þjónustusviðs og Hafþór Helgason framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem komu í skólann. Þeir höfðu með sér 25 Acer tölvur sem Tölvutek gefur skólanum.
Lesa meira