22.06.2018
Sumar Þytur, fréttabréf Þelamerkurskóla er kominn út. Í honum eru tíundaðar helstu fréttir vorsins. Sumar Þytur var sendur í tölvupósti til allra foreldra.
Lesa meira
22.06.2018
Eins og kunnugt er fóru Sigga iðjuþjálfi, Unnar aðstoðarskólastjóri og Ingileif skólastjóri í námsferð til Venlo í Hollandi í haust. Í júní hefti tímarits hollenska skólastjórafélagsins er sagt frá námsferðinni.
Lesa meira
22.06.2018
Næsta haust hefja fimm nýir starfsmenn störf við skólann. Það er meira en oft hefur verið hjá okkur.
Lesa meira
19.06.2018
Eftir skólaslit fékk heimasíða skólans nýtt útlit. Við tökum gjarnan á móti ábendingum um það sem betur má fara eftir flutninginn. Sendu okkur línu á thelamork@thelamork.is
Lesa meira
19.06.2018
Á vordögum auglýsti Tölvutek eftir skólum sem vildu þiggja 25 Acer Chromebook fartölvur að gjöf. Engin skilyrði voru sett fyrir gjöfinni önnur en að sækja um. Þelamerkurskóli var einn þeirra fimmtíu skóla sem sóttu um. Í síðustu viku fengum við svo tilkynningu um að Þelamerkurskóli hefði verið valinn sá skóli sem fengi tölvurnar að gjöf.
Lesa meira
07.06.2018
Þelamerkurskóla var slitið föstudaginn 1. júní í Hlíðarbæ. Að þessu sinni voru tíu nemendur útskrifaðir frá skólanum.
Veitt voru verðlaun fyrir hæsta meðlaeinkunn út úr 10. bekk. Þau verðlaun hlaut Alma Ísfeld Ingvarsdóttir.
Einnig gaf danska sendiráðið danska orðabók fyrir hæstu einkunn í dönsku út úr 10. bekk. Þau verðlaun komu einnig í hlut Ölmu Ísfeld.
Menningarfélagið Hraun í Öxnadal og Jónasarsetur veita útskriftarnemendum skólans tvær viðurkenningar í minningu Jónasar Hallgrímssonar. Önnur er viðurkenning í náttúrufræði og hin í íslensku. Í ár fékk sami nemandi báðar viðurkenningarnar frá Menningarfélaginu og var það Anna Ágústa Bernharðsdóttir.
Lesa meira
30.05.2018
Vorhátíð Þelamerkurskóla 31.maí 2018
Lesa meira
30.05.2018
Okkur vantar íþróttakennara í 60% stöðu til afleysingar.
Lesa meira
17.04.2018
Á fundi sínum mánudaginn 9. apríl sl. samþykkti fræðslunefnd Hörgársveitar skóladagatal næsta skólaárs.
Lesa meira
16.03.2018
Miðvikudaginn 21. mars er útivistardagur vorannar áformaður. Það fara nemendur og starfsmenn í Hlíðarfjall. Dagurinn er skipulagður sem langur dagur og nemendur eru í skólanum til kl. 16.
Lesa meira