18.09.2024
Í tilefni af degi íslenskrar náttúru sem var 16. september fór 4. bekkur í matjurtargarðinn að taka upp rófur sem nemendur Þelamerkurskóla settu niður í vor.
Lesa meira
10.09.2024
Skólaakstur hefst kl. 9:00 í dag, þriðjudaginn 10. september, þar sem appelsínugul viðvörun er enn í gildi til kl. 9:00.
School buses will start driving this morning at 9 am, September 10th, since the orange weather alert is active till 9 am.
Lesa meira
09.09.2024
Á morgun er appelsínugul veðurviðvörun til kl. 9:00 í fyrramálið. Samkvæmt viðbragðsáætlun vegna óveðurs og ófærðar er skólabílum óheimilt að keyra í appelsínugulri viðvörun.
Lesa meira
06.09.2024
Okkur starfsfólki Þelamerkurskóla langar að minnast Öldu Traustadóttur í fáeinum orðum en Alda vann við skólann í fjölmörg ár og á stað í hjörtum okkar allra.
Lesa meira
05.09.2024
Hraunsvatnsferð, hjólaferð og fjallgönguferð fer í Kjarnaskóg. Brottför frá skóla kl. 10. Áætluð heimkoma í skóla úr Kjarnaskógi er á milli 13:00 og 13:30. Heimferð úr skóla er kl. 16:00.
Lesa meira
04.09.2024
Það stefnir í góðan útivistardag hjá okkur fimmtudaginn 5. september.
Lesa meira
29.08.2024
5. bekkur fór í berjamó í heimilisfræðitímanum sínum.
Lesa meira
21.08.2024
Skólasetning verður fimmtudaginn 22. ágúst kl. 14:00 á útiskólasvæðinu okkar í Mörkinni
Lesa meira
02.08.2024
Þelamerkurskóli óskar eftir barngóðri og metnaðarfullri manneskju í 100% starf.
Lesa meira
18.06.2024
Sveigjanleiki er dýrmæt dyggð í skólastarfi og þegar veðurguðirnir eru ekki með okkur í liði á vordögum sem byggja mikið á útileik, er gott að vera með starfsfólk sem breytir skipulagi daganna eins og hendi sé veifað. Þannig færðust bæði Þelamerkurleikar og vorhátíð inn í skóla og urðu fyrir vikið ögn öðruvísi en upphaflega var gert ráð fyrir. Það kom þó ekki að sök og við áttum góða daga.
Á vorhátíðinni var að venju farið í hinn sívinsæla blindrabolta þar sem nemendur unnu starfsfólkið með einu stigi. Starfsfólkið lét hinsvegar til sín taka í reiptogi þar sem þau rústuðu nemendaliðinu. Í þrautaboðhlaupinu fóru lið nemenda, foreldra og starfsfólks á kostum við mikinn fögnuð viðstaddra. Vorhátíðin endað að venju með pylsugrilli þar sem stjórn foreldrafélagsins stóð vaktina.
Skólaslit 1.-6. bekkjar fór fram á Torginu okkar þar sem orðatiltækið Þröngt mega sáttir sitja, átti vel við. 10. bekkingar buðu verðandi fyrstu bekkinga velkomna í skólann og færðu þeim birkiplöntu og buff merkt Þelamerkurskóla. Nemendur voru svo kvaddir inn í sumarfríið og að sjálfsögðu minnt á að vera dugleg að lesa eitthvað skemmtilegt í sumar, auk þess að leika sér úti.
Skólaslit 7.-10. bekkinga fóru svo fram við hátíðlega athöfn í Hlíðarbæ síðar um daginn þar sem 10. bekkur var útskrifaður með viðhöfn og aðrir nemendur kvaddir inn í sumarið. Þau Úlfur Sær, Arnsteinn Ýmir, Anna Lovísa og Lára Rún fluttu stórkostleg tónlistaratriði og Sandra Björk flutti kveðju frá útskriftarnemum.
Lesa meira