Fréttir

Skólahreysti á Akureyri

Keppnin fer fram miðvikudaginn 16. mars og verður haldin í Íþróttahöllinni Skólastíg. Nemendur 7.-10. bekkjar fara með rútu frá skólanum kl. 12:00. Það verður foreldraakstur frá ÞMS að keppninni lokinni. Keppninni lýkur kl. 15:00 og þá má reikna með að rútan sé í síðasta lagi komin í skólann kl. 15:30. Stoppað verður á leiðinni þar sem nemendur þurfa að fara úr bílnum.
Lesa meira

Útivistardagurinn í dag

Nú í morgunsárið er ekkert sem bendir til annars en að við förum öll í Hlíðarfjall í dag. Í gær var sendur tölvupóstur til foreldra með nokkrum viðmiðum dagsins. Þau eru:
Lesa meira

Grillað í frostinu

Starfsfólk skólans leggur ýmislegt á sig í vinnunni.
Lesa meira

Hlíðarfjall - útivistardagur vorannar

Áætlað er að vera með útivistardag vorannar miðvikudaginn 9. mars. Þessi dagur er skipulagður sem langur dagur. Nemendur mæta í skólann á venjulegum tíma og verða í hefðbundinni kennslu fram að hádegi. Lagt verður af stað upp í Hlíðarfjall kl. 11.30 og verða nemendur í fjallinu fram að heimferð sem er kl. 15.30. Hægt er að velja um að fara á skíði / bretti / gönguskíði / eða bara vera á tveimur jafnfljótum. Nemendur sem ætla að vera eftir í fjallinu þurfa að koma með miða um það að heiman.
Lesa meira

Skíðaskóli 1.-4. bekkjar

Skíðaskóli 1.-4. bekkjar verður í mars. Um er að ræða fjögur skipti sem nemendur þessara árganga fá skíðakennslu í Hlíðarfjalli. Í dag fór bréf með upplýsingum um skíðaskólann.
Lesa meira

Undankeppni stóru upplestrarhátíðarinnar

Í morgun var undankeppni Stóru upplestrarhátíðinnar haldin í skólanum en það er 7. bekkur sem tekur þátt í þeirri keppni. Markmið hátíðarinnar er að vekja athygli og áhuga í skólum á upplestri og vönduðum framburði.
Lesa meira

Upplestrarhátíð skólans

Á morgun, þriðjudaginn 23. febrúar kl. 9:00, verður upplestrarhátíð skólans haldin. Á henni verða fulltrúar skólans á lokahátíð Stóru upplestrarhátíðinni valdir.
Lesa meira

Selja rúgbrauð og reyktan silung

Þann 11. mars munu nemendur 8 og 9. bekkjar bjóða þeim sem vilja kaupa af þeim heimsendingu á nýbökuðu rúgbrauði og reyktum silungi.
Lesa meira

Skólahald fellur niður í dag

Í dag, þriðjudaginn 16. febrúar fellur skólahald niður í Þelamerkurskóla vegna óveðurs.
Lesa meira

Menntabúðir um notkun UT í námi og kennslu

Næstu menntabúður #Eymennt -ar verða haldnar í Menntaskólanum á Akureyri á næsta fimmtudag kl. 16:20-18:00
Lesa meira